13 ára stúlka hvarf við blaðaútburð

Filippa er 13 ára gömul og hvarf þegar hún var …
Filippa er 13 ára gömul og hvarf þegar hún var að bera út dagblöð. Samsett mynd

Danska lögreglan leitar nú Filippu, 13 ára stúlku, sem hvarf þegar hún var við blaðaútburð í heimabæ sínum Kirkerup á Sjálandi í gær.

Hjól hennar, sími og taska hennar fundust við götuna. 

Filippa hafði samband við föður sinn í síma skömmu fyrir hádegi í gær en lýst var eftir henni um klukkan fjögur sama dag þegar hún skilaði sér ekki heim. 

Lögregla hefur yfirheyrt fjölda manns. Lögregla vinnur með nokkrar sviðsmyndir við leitina. Að sögn rannsóknarlögreglumannsins Kim Kliver fór lögregla yfir fjölda myndskeiða í nótt sem tengjast málinu. 

„Þetta eru myndskeið sem við þurfum að fara yfir til að kortleggja hvenær Filippa hvarf og hvað gerðist áður en hún hvarf. Sú vinna mun halda áfram í dag,“ sagði Kliver.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert