Leigumorðingi flúði í tannlæknaheimsókn

Úr myndskeiði öryggismyndavélar í líkamsræktarstöð í Stokkhólmi þar sem strokufanginn …
Úr myndskeiði öryggismyndavélar í líkamsræktarstöð í Stokkhólmi þar sem strokufanginn skaut 55 ára gamlan mann til bana í mars í fyrra er til stóð að myrða annan. Ljósmynd/Sænska lögreglan

Sænska lög­regl­an leit­ar nú 17 ára gam­als leigu­morðingja dyr­um og dyngj­um eft­ir að hon­um tókst að flýja úr afplán­un með því að fá tíma hjá tann­lækni í Södertälje á fimmtu­dag­inn. Á tann­lækna­stof­una komu tveir vopnaðir menn, yf­ir­buguðu tvo fanga­verði og forðuðu sér með fang­ann í bif­reið sem kona ók að sögn vitna. Sögðu sömu vitni alla at­b­urðarás­ina ekki hafa tekið nema um tíu sek­únd­ur.

Ung­mennið hlaut tveggja ára og níu mánaða dóm fyr­ir að skjóta 55 ára gaml­an mann til bana í lík­ams­rækt­ar­stöð í Stokk­hólmi í mars í fyrra. Eft­ir því sem sænska rík­is­út­varpið SVT hef­ur eft­ir heim­ild­ar­manni úr röðum lög­reglu er ekki talið lík­legt að hinn dæmdi hafi forðað sér úr landi – kenn­ing lög­regl­unn­ar er skugga­legri en svo.

Ljúki verk­inu fyr­ir 18 ára ald­ur

Tel­ur hún að leigu­morðing­inn fari huldu höfði í Svíþjóð og hygg­ist nú ljúka því verki sem hann þegar hef­ur fengið greitt fyr­ir en það mun vera að ganga milli bols og höfuðs á tví­tug­um manni sem upp­haf­lega var skot­markið en til­ræðismaður­inn skaut mann­inn í lík­ams­rækt­inni fyr­ir hand­vömm.

Seg­ir heim­ild­armaður­inn að verk­kaup­inn krefj­ist efnda og hafi ungi maður­inn verið frelsaður úr prísund sinni í því augnamiði að ljúka verki sínu sem hann er sagður hafa þegið háa upp­hæð fyr­ir. Mik­il­vægt sé að þetta ger­ist áður en hann nær 18 ára aldri þar sem þá hljóti hann dóm sem full­orðinn ein­stak­ling­ur en ekki sem ung­menni – þannig hlaut hann inn­an við þriggja ára dóm fyr­ir mann­drápið í fyrra sem 18 ára eða eldri brotamaður hefði ekki hlotið.

Afplánaði strokufang­inn á svokölluðu SiS-heim­ili á veg­um Statens instituti­ons­styr­el­se sem rek­ur aplán­un­ar­lausn­ir fyr­ir ólögráða. „Það er eng­in ástæða til að flýja úr SiS-vist­un, þetta er ekki lífstíðardóm­ur eins og hann hefði fengið sem full­orðinn og þú átt fjölda mögu­leika þarna inni,“ seg­ir heim­ild­armaður­inn sem SVT vitn­ar í.

Lög­regla fylg­ist nú með nokkr­um stöðum í Stokk­hólmi þar sem talið er að lík­leg skot­mörk hins brott­flúna hitt­ist fyr­ir en ekki er vitað með vissu hver sá tví­tugi er sem verk­kaupi leigu­morðingj­ans vill feig­an.

SVT

SVTII (at­b­urðarás­in)

Aft­on­bla­det

Expressen

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert