Bjargaði lífi liðsfélaga á síðustu stundu lífs síns

Barist við Bakhmút. Myndin var tekin fyrr í vikunni.
Barist við Bakhmút. Myndin var tekin fyrr í vikunni. AFP

Liðsforinginn Pavel Kúsín tók sér stöðu við vélbyssuna. Hann var sá eini sem enn gat barist. Allir aðrir í liði hans voru annað hvort látnir eða særðir.

Í sprengjulosti, og með annan handlegginn umvafinn sárabindi, tók hann til við að skjóta á þær bylgjur rússneskra hermanna sem nú gerðu atlögu.

Óvinirnir reyndu ekki einu sinni að leita skjóls, heldur gengu þvert yfir vígvöllinn í áttina að honum.

Ljóst var að Pavel gæti ekki haldið velli mikið lengur, en hann þurfti að ljá björgunarliðinu tíma, svo það gæti komið til aðstoðar.

Það síðasta sem hann gerði í lífi sínu var að tryggja að særðir liðsfélagar hans gætu komist á brott óhultir.

Mikið herlið Rússa á svæðinu

Á þessari frásögn hefst umfjöllun breska ríkisútvarpsins, sem varðar stríðið í Úkraínu og hvernig borgin Bakhmút er orðin vettvangur margra bardaga á borð við þennan, þar sem fordæmalausu magni af blóði er úthellt.

Her Úkraínu þarf nú þar að verjast allt að fimmtíu árásum á dag. Rússar hafa safnað saman miklu herliði á svæðinu og sú aðferð, að láta bylgjur manna hreinlega skella á óvini sínum, hefur hjálpað þeim að ná lengra.

Fórnarkostnaðurinn er þó afar mikill, eins og greint er frá í umfjölluninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert