Límdu sig við götur Berlínar

Lögreglan þurfti meðal annars að nota bor til að losa …
Lögreglan þurfti meðal annars að nota bor til að losa mótmælendur sem límdu sig fasta við götur Berlínarborgar. AFP

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar hindruðu um­ferð víðs veg­ar um í Berlín í dag til að þrýsta á stjórn­völd þar í landi að gera meira í loft­lags­mál­um.

Aðgerðarsinn­arn­ir stöðvuðu um­ferð með því að líma sig við yf­ir­borð gatn­anna, þar á meðal á fjöl­förnu hraðbraut­inni A-100.

Um 33 stöðum var lokað klukk­an 9 að staðar­tíma en um 500 lög­reglu­menn voru send­ir á vett­vang til að tryggja göt­urn­ar og fjar­lægja mót­mæl­end­ur. Lög­regl­an þurfti meðal ann­ars að nota bor til að losa einn aðgerðarsinn­ann sem var þétt límd­ur við jörðina.

„Lík­am­legt of­beldi“

Christian Lind­er, fjár­málaráðherra Þýska­lands, for­dæmdi aðgerðina á Twitter og líkti henni við lík­am­legt of­beldi.

„Eng­in ástæða, sama hversu göf­ug hún er, get­ur falið þá staðreynd að þessi gjörn­ing­ur er ekk­ert annað en lík­am­legt of­beldi. Þeir sem vilja aðra stefnu geta stofnað sinn eig­in flokk.“ 

Í yf­ir­lýs­ingu sem Carla Rochel, talskona Last Generati­on hóps­ins, sendi frá sér seg­ir að þau sætti sig ekki leng­ur við ástandið og þá staðreynd að stjórn­völd hafi enga áætl­un um að stöðva eyðilegg­ing­una sem er að eiga sér stað á til­veru­rétti fólks.

Haft var eft­ir Stef­fen Hebestreit, tals­manni Ol­afs Scholz kansl­ara, á blaðamanna­fundi að rík­is­stjórn­in hefði gert meira fyr­ir lofts­lagið en nokk­urn tíma áður. Þá bætti hann því við að rík­is­stjórn­in styddi ekki aðferðir aðgerðarsinna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert