Segir átökin geta breiðst út fyrir landamærin

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP/Ed Jones

Ant­onio Guter­res, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, varaði við því að vopnuð átök í Kart­úm, höfuðborg Súd­an, gætu breiðst út fyr­ir landa­mæri Afr­íku­rík­is­ins. Þetta kom fram í máli hans er hann ávarpaði fund Örygg­is­ráðs SÞ í dag. 

Minnst 427 hafa látið lífið og um fjög­ur þúsund særst í vopnuðu átök­um milli hers Súd­an og upp­reisn­ar­hers RSF sem hóf­ust þann 15. apríl.

„Of­beldið verður að taka enda,“ sagði Guter­res sem kveðst vera í stöðugum sam­skipt­um við stríðandi fylk­ing­ar. Hef­ur hann kallað eft­ir því að vopna­hlé verði gert á átök­un­um og að full­trú­ar fylk­ing­anna setj­ist aft­ur við samn­inga­borðið.

Ætla ekki að yf­ir­gefa Súd­an

Volker Pert­hes, sér­stak­ur full­trúi SÞ í Súd­an mun vera um kyrrt þrátt fyr­ir fjölda­flótta er­lendra rík­is­borg­ara úr land­inu. Á fundi Örygg­is­ráðsins sagði Guter­res það al­veg á hreinu að Sam­einuðu þjóðirn­ar ætluðu ekki að yf­ir­gefa Súd­an.

„Við erum skuld­bund­in íbú­um Súd­an, við styðjum ósk­ir þeirra um friðsam­lega og ör­ugga framtíð. Við stönd­um með þeim á þess­um hræðilegu tím­um,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert