Viðvarandi eggjaskortur í Svíþjóð

Hillur í sænskum dagvöruverslunum eru víða tómar vegna salmonellu á …
Hillur í sænskum dagvöruverslunum eru víða tómar vegna salmonellu á sænskum eggjabúum. mbl.is/Gunnlaugur

Landlægur eggjaskortur ríkir í Svíþjóð og hefur hann staðið yfir undanfarnar vikur, en ekkert er vitað hvenær egg sjást í hillum dagvöruverslana á ný.

Víða grípa eggjaunnendur í tómt og er ástæðan barátta eggjabænda við salmonellu, sérstaklega hjá stærsta eggjaframleiðanda landsins, AC Cedergren. Slátra hefur þurft að minnsta kosti hálfri milljón hænsna vegna sjúkdómsins og eru það um 20% þeirra hænsna sem sjá Svíum fyrir eggjum.

Þegar í aðdraganda páskanna var tilkynnt um yfirvofandi eggjaskort því framleiðsla hefði dregist saman vegna salmonellu og biðlað til neytenda að hamstra ekki, en Svíar leggja sér til munns um 70 milljónir eggja um páskanna. Það er rúmlega 6,5 egg á hvern íbúa.

Risavaxið hænsnabú AC Cedergren hefur sætt töluverðri gagnrýni, ekki síst frá minni framleiðendum sem segja búið rekið á kostnað velferð dýranna og á kostnað minni framleiðenda sem geta ekki skilað sambærilegri framleiðni.

Ekki er unnt að flytja inn varphænur eða egg frá Evrópu því þar eru eggjabændur í baráttu við fuglaflensu sem berst með farfuglum. Er því einnig eggjaskortur víða um álfuna en á fáum stöðum jafn útbreiddur og í Svíþjóð. Beikoninu mun því ekki fylgja egg í bráð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert