77 ára hitamet slegið í Portúgal

Fyrra hitamet mældist í bænum Pinhao árið 1945.
Fyrra hitamet mældist í bænum Pinhao árið 1945. AFP/Patricia de Melo Moreira

Hitamet var slegið í Portúgal í gær þegar hiti mældist 36,9 gráður í bænum Mora.

Slíkur hiti hefur aldrei mælst í landinu í aprílmánuði frá upphafi mælinga en síðast þegar hiti náði 36 gráðum í apríl var árið 1945 í bænum Pinhao.

Hita­met í aprílmánuði var einnig slegið á meginlandi Spánar í gær en 38,8 gráður mældust á flug­vell­in­um í Cor­doba í suður­hluta lands­ins upp úr klukk­an 15 að spænsk­um tíma.

Heitt og þurrt loft sem kemur frá Afríku er ástæðan fyrir þessari hitabylgju sem er óvenju snemma á ferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka