Pence bar vitni í máli gegn Trump

Mike Pence, fyrr­ver­andi vara­for­seta Banda­ríkj­anna.
Mike Pence, fyrr­ver­andi vara­for­seta Banda­ríkj­anna. AFP/Allison Joyce

Mike Pence, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, bar vitni í gær í máli gegn Don­ald Trump sem snýst um ætlaðar til­raun­ir Trumps til að hnekkja staðfest­ingu Banda­ríkjaþings á sigri Joes Bidens í for­seta­kosn­ing­un­um árið 2020.

BBC grein­ir frá því að Pence, sem er 63 ára gam­all, hafi svarað spurn­ing­um dóm­stóls í Washingt­on-borg í sjö klukku­stund­ir. Yf­ir­heyrsl­ur sak­sókn­ara fóru fram fyr­ir lukt­um dyr­um.

Nokkr­um klukku­stund­um fyr­ir vitn­is­b­urðinn vísaði dóm­stóll frá kröf­um lög­fræðinga Trumps til að koma í veg fyr­ir að Pence bæri vitni.

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna. AFP/​Spencer Platt/​Getty Ima­ges

Þá höfðu lög­fræðing­ar Pence einnig reynt að koma í veg fyr­ir að Pence þyrfti að bera vitni á þeim grund­velli að á meðan hann gegndi embætti vara­for­seta hafi hann einnig verið for­seti öld­unga­deild­ar­inn­ar og nyti því friðhelgi þings­ins. 

Ákveðin tíma­mót

Rann­sókn­in á hend­ur Trump hef­ur staðið yfir í tvö ár og þykir lík­legt að vitn­is­b­urður Pence marki ákveðin tíma­mót. Rann­sókn­in tek­ur einnig til þátt­ar Trump í árás­inni á banda­ríska þing­húsið í janú­ar árið 2021.

Í viðtali við CBS á sunnu­dag sagði Pence að hann myndi fylgja lög­um og segja sann­leik­ann.

Þess má geta að mögu­leg­ar til­raun­ir Trump til að hnekkja niður­stöðum kosn­ing­anna eru einnig til rann­sókn­ar í Georgíu-ríki. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert