Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti um 0,25% í dag. Stýrivextir í landinu eru því 5,25%.
Bankinn tilkynnti í dag að hann myndi hækka stýrivexti til þess að reyna að draga úr verðbólguþrýstingi. Um er að ræða tíundu hækkunina í röð síðan í mars. Þetta eru hæstu stýrivextir sem hafa verið í landinu í sextán ár.
Ákvörðunin var í takt við það sem hagfræðingar og aðrir fjármálasérfræðingar í Bandaríkjunum bjuggust við.
Verðbólga í landinu mældist 5% í marsmánuði en var 6% í febrúar. Einnig minnkaði hagvöxtur á ársfjórðungi í landinu í 1,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi.