Tíunda stýrivaxtahækkunin í röð

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. AFP/Nicholas Kamm

Seðlabanki Banda­ríkj­anna hækkaði stýri­vexti um 0,25% í dag. Stýri­vext­ir í land­inu eru því 5,25%.

Bank­inn til­kynnti í dag að hann myndi hækka stýri­vexti til þess að reyna að draga úr verðbólguþrýst­ingi. Um er að ræða tí­undu hækk­un­ina í röð síðan í mars. Þetta eru hæstu stýri­vext­ir sem hafa verið í land­inu í sex­tán ár.

Ákvörðunin var í takt við það sem hag­fræðing­ar og aðrir fjár­mála­sér­fræðing­ar í Banda­ríkj­un­um bjugg­ust við.

Verðbólga í land­inu mæld­ist 5% í mars­mánuði en var 6% í fe­brú­ar. Einnig minnkaði hag­vöxt­ur á árs­fjórðungi í land­inu í 1,1 pró­sent á fyrsta árs­fjórðungi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert