„Við verðum að vakna“

Neðansjávarkapallinn sem hvarf sporlaust að hluta úti fyrir Vesterålen bar …
Neðansjávarkapallinn sem hvarf sporlaust að hluta úti fyrir Vesterålen bar þess merki að hafa verið skorinn eða klipptur í sundur. Ljósmynd/Lögreglan í Troms

Norska þjóðarör­ygg­is­stofn­un­in NSM biður rík­is­stjórn lands­ins að vakna af vær­um blundi og átta sig á þeirri ör­ygg­is­ógn sem landið stend­ur að mati stofn­un­ar­inn­ar frammi fyr­ir. „Neðan­sjáv­ar­innviðir eru einkum ber­skjaldaðir fyr­ir skemmd­ar­verk­um,“ seg­ir meðal ann­ars í skýrslu NSM um málið sem lít­ur dags­ins ljós í dag.

Árið 2021 hurfu 4,2 kíló­metr­ar af neðan­sjáv­ar­kapli úti fyr­ir Vesterålen spor­laust og er meðal þess sem dæmi eru tek­in um í skýrslu stofn­un­ar­inn­ar. Enn í dag veit eng­inn ör­lög kap­als­ins, lög­regla hætti rann­sókn sem engu skilaði, og legg­ur NSM fram það álit í skýrslu sinni að norskra innviða sé ekki nógu vendi­lega gætt. Tí­und­ar stofn­un­in 50 ör­ygg­is­bresti á norsku yf­ir­ráðasvæði.

Þekkja ekki annað en frið

„Dæm­in sýna okk­ur í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar [í Úkraínu] að innviðir neðan­sjáv­ar, sem flytja gas, orku og ra­f­ræn boð, geta verið sér­stak­lega ber­skjaldaðir og viðkvæm­ir gagn­vart skemmd­ar­verk­um og at­höfn­um sem ógna ör­yggi á um­brota­tím­um,“ seg­ir í skýrslu NSM.

„Ástandið er al­var­legt í þeim skiln­ingi að við þurf­um að breyta okk­ar verklagi mjög fljótt,“ seg­ir Sofie Nystrøm, for­stöðumaður NSM, í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK. „Nú sjá­um við að marg­ar stofn­an­ir hafa tekið sig á í ör­ygg­is­mál­um en við vör­um við þeim hugsana­gangi að þar með sé þetta bara komið,“ seg­ir Nystrøm.

Sofie Nystrøm, forstöðumaður Þjóðaröryggisstofnunar Noregs, segir norsk stjórnvöld verða að …
Sofie Nystrøm, for­stöðumaður Þjóðarör­ygg­is­stofn­un­ar Nor­egs, seg­ir norsk stjórn­völd verða að vakna. Marg­ar stofn­an­ir hafi gert skurk í sín­um ör­ygg­is­mál­um en þar með sé ekki hægt að segja að þetta sé bara komið. Ljós­mynd/Þ​jóðarör­ygg­is­stofn­un Nor­egs, NSM

„Við búum í landi þar sem friður hef­ur ríkt um langt skeið,“ held­ur hún áfram og bend­ir á að langvar­andi friður sé eini raun­veru­leiki núlif­andi kyn­slóða. „Við verðum að vakna og sjá þau vatna­skil sem orðið hafa í Evr­ópu í ör­ygg­is­legu til­liti eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu,“ seg­ir Nystrøm enn frem­ur.

Þjóðin þurfi að átta sig á þeirri gríðarlegu þýðingu sem olía og gas hafi fyr­ir þróun mála í Evr­ópu. Í haf­dýp­inu úti fyr­ir strönd­um lands­ins sé að finna 9.000 kíló­metra af rör­um sem flytja olíu og gas til og frá Nor­egi. Á þessu þurfi yf­ir­völd að átta sig og á þess­um vett­vangi sé landið ber­skjaldað fyr­ir skemmd­ar­verk­um.

Meðvit­und og var­kárni

Ekki er langt síðan norsku rík­is­út­varps­stöðvarn­ar hleyptu af stokk­un­um hinu viðamikla upp­lýs­inga­verk­efni Skugga­stríðið sem meðal ann­ars fjall­ar um um­fangs­mikl­ar njósn­ir Rússa í og við skandi­nav­ísku lönd­in, mikið til með aðstoð skipaum­ferðar hvort sem þar fara rúss­nesk­ir tog­ar­ar eða dul­ar­full rann­sókn­ar­skip með gríðar­mik­il fjar­skipta­möst­ur og -búnað.

NSM hvet­ur til stór­auk­inn­ar meðvit­und­ar og var­kárni á sviði fjar­skipta, gervi­hnattaþjón­ustu og alls flutn­ings orku, hvort sem þar fari raf­magn eða jarðefna­af­urðir. Í skýrslu stofn­un­ar­inn­ar seg­ir ber­um orðum að norsk stjórn­völd verði að sjá – og skilja – heild­ar­mynd þeirr­ar ógn­ar er að land­inu steðji.

„Skiln­ing okk­ar á þeim aðstæðum sem við nú erum í – og mun­um verða í – þarf að ígrunda bet­ur og hann verðum við að efla,“ seg­ir Nystrøm for­stöðumaður að lok­um.

NRK

VG

TV2

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert