Dæmd sek fyrir að myrða börnin sín

Lori Vallow er 49 ára gömul.
Lori Vallow er 49 ára gömul. AFP/Ada County Sheriff's Office

Bandarísk móðir sem var liðsmaður í svokölluðum dómsdags sértrúarsöfnuði hefur verið dæmd sek um að hafa myrt börnin sín tvö og fyrrverandi eiginkonu mannsins síns.

BBC greinir frá því að Lori Vallow og eiginmaður hennar, Chad Daybell, voru ákærð fyrr morðin. 

Vallow er 49 ára gömul og starfaði sem snyrtifræðingur en nú gæti hún átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 

Lík Joshua "JJ" Vallow, sjö ára, og Tylee Ryan, 16 ára, fundust grafin á heimili Daybell árið 2020. 

Réttarhöldin yfir Vallow stóðu yfir í fimm vikur og komu 60 vitni fram fyrir dóminum. 

Enn eru nokkrir mánuðir í réttarhöld yfir Chad Daybell. Hann er rit­höf­und­ur og hef­ur skrifað nokkr­ar heimsenda­bæk­ur sem byggja laus­lega á trú­ar­kennslu mormóna. 

Kynntust í gegnum sértrúarsöfnuð

Parið kynntist í gegnum sértrúarsöfnuð sem býr sig undir heimsendi. 

Jim Archibald, lögmaður Vallow, sagði hana vera ástríka móður sem hafði fallið fyrir „skrýtnum“ leiðtoga sértrúarsafnaðar og að það væru engar vísbendingar sem tengdu Vallow við morðin. 

Saksóknarar sögðu að Vallow hafi gengið til liðs við Daybell til þess að hrinda af stað óhugnanlegri atburðarrás sem leiddi til dauða barnanna og Tammy, fyrrverandi eiginkonu Daybell. 

Fyrrverandi eiginmaðurinn skotinn til bana

Árið 2006 giftist Vallow athafnamanninum Charles Vallow. Lori átti dótturina Tylee úr fyrra hjónabandi og árið 2014 ættleiddu hjónin JJ sem var sonarsonur systur Charles. 

Árið 2017 breyttist hegðun Vallow að sögn fjölskyldu og vina eftir að hún hóf að lesa bækur Daybell. Þau kynntust síðan árið 2018 og byrjuðu að gefa út hlaðvarp um trúarskoðanir sínar. Þau voru þá bæði gift en að sögn saksóknara urðu skoðanir þeirra sífellt öfgafyllri. 

Eiginmaður Vallow sótti síðan um skilnað þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og barnanna. Hann var skot­inn til bana af bróður henn­ar, Alex Cox. Hann sagði að um sjálfs­vörn hafi verið að ræða en Cox lést í desember. 

Giftu sig tveimur vikum eftir dauða eiginkonunnar

Haustið 2019 flutti Vallow með börnin til Idaho, nærri þar sem Daybell bjó.

Mánuði síðar lést Tammy Daybell, eiginkona Chad Daybell, til 28 ára skyndilega. Um tveimur vikum síðar giftu Vallow og Daybell á Havaí.

Um það leyti höfðu föðurafi og amma ann­ars barns­ins sam­band við lög­reglu og báðu hana um að kanna heim­ili barnn­anna. Að sögn lög­reglu komst hún að því síðar að ekk­ert hafði sést til barn­anna í ein­hverja mánuði.

Yf­ir­völd segja að Vallow hafi ít­rekað orðið mis­saga og logið til um hvar börn­in væru og jafn­vel hvort þau hafi nokk­urn tíma verið til þegar var við hana af lög­reglu. Hún lét sig síðan hverfa dag­inn eft­ir. Lög­regl­an leitaði í kjöl­farið í geymslu­hús­næði í ná­grenn­inu og fann þar bæði fatnað og leik­föng sem reynd­ust í eigu barn­anna.

Vallow var handtekinn á Havaí í febrúar árið 2020 og í júní fundust loks lík barnanna í garði Daybell. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert