Borgin sem aldrei sefur, sekkur

Skýjakljúfar og framkvæmdir eru einkennandi fyrir borgina.
Skýjakljúfar og framkvæmdir eru einkennandi fyrir borgina. AFP/Angela Weiss

Himinháir skýjakljúfar, linnulaus uppbygging og endalausar framkvæmdir eru gjarnan hugsuð sem einkenni hinnar eilíft vakandi New York-borgar. Nú virðast þessi sömu einkenni ætla að verða borginni að falli. Nýjar rannsóknir eru sagðar sýna fram á það að borgin sökkvi að meðaltali um einn til tvo millimetra á ári hverju.

Breska dagblaðið Guardian greinir frá því að þessi þróun borgarinnar geti valdið miklu tjóni. Þó að um litla þróun sé að ræða á ársgrundvelli geti þessar breytingar orðið til þess að flóð verði algengari í borginni. Þyngd bygginga borgarinnar ýki þá þróun sem verði í þessum málum vegna hlýnunar jarðar.

Þá sé þessi þróun borgarinnar að ýta undir hraðari þróun hækkunar sjávarborðs en það hækki á tvöföldum hraða miðað við önnur svæði. Hækkun sjávarborðs í kringum borgina jafngildi 22 sentímetrum frá árinu 1950.

Tekið er fram að ekki sé þörf á því að leyfa skelfingu að grípa um sig vegna þessa alveg strax, en þróunin auki þó líkur á flóðum á svæðinu. Borgaryfirvöld verði að fara að huga að þessari þróun þar sem flóð geti drepið menn og dýr auk þess að veikja byggingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka