„Miði er möguleiki“

Ron DeSantis, Donald Trump og Nikki Haley munu berjast um …
Ron DeSantis, Donald Trump og Nikki Haley munu berjast um útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Samsett mynd

„Miði er mögu­leiki. Það get­ur alltaf eitt­hvað gerst,“ seg­ir Friðjón Friðjóns­son al­manna­teng­ill í sam­tali við mbl.is en kosn­inga­bar­átt­an í for­vali re­públi­kana um til­nefn­ingu til for­seta Banda­ríkj­anna er kom­in á fullt. Hann kveður að Trump sé með for­skotið að svo stöddu en að mikið vatn eigi enn eft­ir að renna til sjáv­ar.

Allt get­ur gerst

Á ein­hver fram­bjóðandi séns á að sigra Trump, eins og t.d. DeS­ant­is?

„Lík­lega ekki. En það verður mjög for­vitni­legt að sjá hvort að Trump verði sak­felld­ur fyr­ir ein­hver af þess­um mál­um sem hann er að glíma við. Sér­stak­lega hjá stuðnings­mönn­um hans sem eru ekki í hans harðasta kjarna,“ seg­ir Friðjón og bæt­ir við að harðasti kjarn­inn hans Trumps sé fólk með litla mennt­un sem býr á lands­byggðinni.

Stefnir í leðjuslag hjá Repúblikönum.
Stefn­ir í leðjuslag hjá Re­públi­kön­um. AFP/​Jon Cherry

Gæti verið að þeir fram­bjóðend­ur sem virðast ekki eiga mögu­leika á sigri að svo stöddu séu að veðja á að laga­leg vanda­mál Trumps verði hon­um að falli?

„Já en það er líka annað í þessu. Sag­an seg­ir okk­ur það að sá sem fær út­nefn­ing­una er oft að reyna við það í annað skipti,“ seg­ir Friðjón og nefn­ir sem dæmi Bush eldri, Ronald Reag­an, Bob Dole, John McCain og Mitt Rom­ney.

„Það er sag­an í flokkn­um að menn ná gjarn­an út­nefn­ing­unni í til­raun tvö. Fram­bjóðend­urn­ir eru að byggja upp net stuðnings­manna um gervöll Banda­rík­in fyr­ir fram­boð mögu­lega seinna í framtíðinni,“ held­ur hann áfram og bæt­ir við: „Miði er mögu­leiki. Það get­ur alltaf eitt­hvað gerst. Trump gæti verið sak­felld­ur.“

Nikki Haley áhuga­verð

Hvaða fram­bjóðandi re­públi­kana er lík­leg­ast­ur til að sigra Joe Biden?

„Biden vinn­ur Trump mögu­lega, en lend­ir í vand­ræðum með flesta aðra fram­bjóðend­ur. Nikki Haley er mjög áhuga­verð en hún var vin­sæll rík­is­stjóri í Suður-Karólínu og er með öðru­vísi bak­grunn en aðrir fram­bjóðend­ur,“ svar­ar Friðjón.

Hann seg­ir að Tim Scott myndi eiga erfitt upp­drátt­ar sök­um þess hversu lítið þekkt­ur hann er og að Asa Hutchinson gæti aldrei sigrað. Hins veg­ar verði áhuga­vert að sjá hvað Glen Young­kin, rík­is­stjóri Virg­in­íu, ger­ir en hann er aðeins að setja tærn­ar í djúpu laug­ina þess­ar vik­urn­ar.

Donald Trump kampakátur.
Don­ald Trump kampa­kát­ur. AFP

DeS­ant­is virðist vera að fara hægra meg­in við Trump í mörg­um mál­um, sér­stak­lega í þess­um svo­kölluðu menn­ing­ar­stríðsmá­l­um. Er það góð taktík?

„Það er áhuga­vert, sér­stak­lega í ljósi þess eini hóp­ur­inn þar sem hann nýt­ur meiri stuðnings en Trump er meðal há­skóla­menntaðra re­públi­kana sem eru gegn rét­trúnaðar­menn­ingu. Upp­tekn­ir af umræðum um kyn­in og rétt­indi sam­kyn­hneigðra og svo fram­veg­is.“ Hann seg­ir að með því að fara lengra til hægri og í átt að íhaldi sé DeS­ant­is að reyna sækja sér fylgi meðal eldri kjós­enda.

Friðjón telur að Biden væri í vandræðum ef hann myndi …
Friðjón tel­ur að Biden væri í vand­ræðum ef hann myndi mæta Nikki Haley AFP/​Spencer Platt

Lítið að marka kann­an­ir

Friðjón seg­ir flesta fram­bjóðend­ur vera gera sig klára sem mögu­legt vara­for­seta­efni Trumps „Þau eru öll að tygja sig upp í að vera vara­for­seta­efni. Öll nema Mike Pence. Þau vona líka helst að Trump tapi for­seta­kosn­ing­un­um svo að þau séu hinn aug­ljósi arftaki fyr­ir næstu kosn­ing­ar.“

Hann seg­ir það sé farið að skipta meira máli en áður að vera landsþekkt­ur. „Segj­um að Trump lendi í fang­elsi þá gæti ein­hver landsþekkt­ur ein­stak­ling­ur eins og Tucker Carl­son hoppað inn. Hann myndi strax hafa for­skot þar sem hann er svo gíf­ur­lega þekkt­ur. Hann myndi nán­ast vera eins og nýr Trump inn­an flokks­ins,“ seg­ir Friðjón og bæt­ir við að banda­rísk stjórn­mál séu far­in að snú­ast mikið um skemmtana­gildi sem myndi hygla mönn­um eins og Tucker og öðru frægu fólki.

Er eitt­hvað að marka kann­an­ir á þess­um tíma­punkti?

„Nei í raun ekki. Yf­ir­burðir Trumps vissu­lega en annarra ekki,“ svar­ar Friðjón og nefn­ir svo dæmi um ótal ein­stak­linga sem hafa rokið upp í könn­un­um en svo riðað til falls. „Fólk sem er viðvar­andi stærð eins og Trump eru með kjarna­fylgi. En fólk eins og Haley og Tim Scott geta átt sín­ar 15 sek­únd­ur af frægð. Það er ekk­ert að marka kann­an­ir fyrr en kosið verður í fyrstu fylkj­un­um,“ seg­ir Friðjón í sam­tali við mbl.is.

Helsti keppinautur Trumps er hinn geysivinsæli DeSantis
Helsti keppi­naut­ur Trumps er hinn geysi­vin­sæli DeS­ant­is AFP/​Gi­orgio Viera

Helstu fram­bjóðend­ur

  • Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna
  • Ron DeS­ant­is, rík­is­stjóri Flórída
  • Nikki Haley, fyrr­ver­andi rík­is­stjóri Suður-Karólínu
  • Tim Scott, öld­unga­deild­arþingmaður frá Suður-Karólínu
  • Vi­vek Ramaswamy, frum­kvöðull í líf­tækni og viðskipt­um
  • Asa Hutchinson, fyrr­ver­andi rík­is­stjóri Ark­ans­as

Aðrir mögu­leg­ir fram­bjóðend­ur:

  • Mike Pence, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna
  • Chris Christie, fyrr­ver­andi rík­is­stjóri New Jers­ey
  • Glen Young­kin, rík­is­stjóri Virg­in­íu
  • Chris Sun­unu, rík­is­stjóri New Hamps­hire
  • Doug Burg­um, rík­is­stjóri Norður-Dakóta
Friðjón R. Friðjónsson almannatengill með góða innsýn í málin vestanhafs.
Friðjón R. Friðjóns­son al­manna­teng­ill með góða inn­sýn í mál­in vest­an­hafs.

Staðan í könn­un­um sam­kvæmt RealC­learPolitics er þannig að Don­ald Trump mæl­ist með yfir 50% fylgi og Ron DeS­ant­is mæl­ist með yfir 20%. Þeir bera höfuð og herðar yfir aðra fram­bjóðend­ur en Nikki Haley og Mike Pence mæl­ast með tæp­lega 5%. Þar á eft­ir kem­ur hinn 37 ára Vi­vek með tæp­lega 3%.

Trump á móti DeS­ant­is

Þetta er leðjuslag­ur­inn sem marg­ir hafa bú­ist við í marga mánuði og er nú form­lega byrjaður, og það með lát­um. Þótt Trump mæl­ist stór í könn­un­um var DeS­ant­is bara að til­kynna fram­boð á miðviku­dag­inn.

DeS­ant­is er með mikið vopna­búr, bæði í pen­ing­um og í formi ein­stak­lega klóks kosn­ingat­eym­is og póli­tískra aðgerðanefnda. DeS­ant­is var með 86 millj­ón­ir doll­ara, 12 millj­arður króna, í síðasta upp­gjöri í apríl. Það er lang­stærsti kosn­inga­sjóður­inn hjá nokkr­um fram­bjóðanda og hann safnaði 8 millj­ón­um doll­ara, rúm­lega ein­um millj­arði króna, á fyrsta sól­ar­hring frá til­kynn­ingu um fram­boð.

Mike Pence gæti boðið sig fram gegn sínum gamla yfirmanni
Mike Pence gæti boðið sig fram gegn sín­um gamla yf­ir­manni AFP/​Scott Ol­son


Spennið beltin!
Spennið belt­in! AFP/​Elijah Nou­vela­ge and Joseph Prezi­oso
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert