Hundrað ára hitamet slegið í Sjanghæ

Hitamet var slegið í Sjanghæ í dag.
Hitamet var slegið í Sjanghæ í dag. AFP

Hiti mældist 36,7 gráður í kínversku borginni Sjanghæ í dag og er það hæsti hiti sem mælst hefur í borginni í maímánuði í hundrað ár.

Klukkan 13.09 að staðartíma fór hitinn í 36,1 gráðu á selsíus í miðborginni og var hundrað ára gamalt met þar með slegið.

Síðdegis fór hitinn í 36,7 gráður, eða heila gráðu yfir fyrra met, 35,7 gráður, að því er veðurstofa Sjanghæ greinir frá.

Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að það sé nær öruggt að tímabilið 2023 til 2027 verði hlýjasta fimm ára tímabil sögunnar, þar sem gróðurhúsalofttegundir og El Nino muni ýta undir hækkandi hitastig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert