Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, undirritaði í gær lög um bann við kynleiðréttingaraðgerðum barna undir 18 ára. Ríkið er þar með það fjölmennasta í Bandaríkjunum til að innleiða slík lög.
Abbott fylgdi þar með í fótspor Rons DeSantis, ríkisstjóra Flórída, sem einnig er repúblikani, sem undirritaði samskonar lög í maí.
Texas er næstfjölmennasta ríki Bandaríkjanna og Flórída það þriðja fjölmennasta.
Þessi nýju lög í Texas banna heilbrigðisstarfsfólki að skrifa upp á lyf sem miða að því að seinka kynþroska eða hafa áhrif á hormónastarfsemi barna. Bannið tekur gildi 1. september.