Vita hvað olli lestarslysinu

Ráðherra lestarsamgangna á Indlandi segir að búið sé að komast að því hvað olli lestarslysinu í landinu og hvaða fólk bar ábyrgð á því.

Hann benti á rafrænt merkjakerfi sem á að koma í veg fyrir að lestir rekist saman, án þess að veita frekari upplýsingar.

Að minnsta kosti 288 fórust í slysinu, sem er það mannskæðasta í áratugi í landinu.

Ráðherrann Ashwini Vaishnaw á slysstaðnum í gær.
Ráðherrann Ashwini Vaishnaw á slysstaðnum í gær. AFP/Dibyangshu Sarkar

„Við höfum komist að orsökum slyssins og hvaða fólk bar ábyrgð á því,” sagði Ashwini Vaishnaw og bætti við að ekki væri við hæfi að veita frekari upplýsingar áður en rannsóknarskýrsla um slysið verður birt.

Viðbragðsaðilar að störfum.
Viðbragðsaðilar að störfum. AFP/Dibyangshu Sarkar
Þetta skjáskot úr myndskeiði sýnir vagn sem fór á hvolf …
Þetta skjáskot úr myndskeiði sýnir vagn sem fór á hvolf í slysinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert