Mengunin náð til Noregs

Skógar brenna nú í Kanada og hefur mengunin mælst í …
Skógar brenna nú í Kanada og hefur mengunin mælst í Noregi frá því á mánudag. Mengunin er þó ekki mikil og ekki talin ógna umhverfinu né heilsu Norðmanna. AFP/Megan Albu

Mengun frá skógareldum sem nú geisa í Kanada hefur orðið vart í Noregi. Norska loftslagsrannsóknarstofan greinir frá þessu en er mengunin sögð heldur væg. 

Öskuagnir frá skógareldunum hafa greinst síðan á mánudag en mengunin mælist mismikil eftir því hvernig vindar blása. 

„Við höfum ekki tekið eftir meiri mengun eða aukningu. Við teljum mengunina því ekki hafa nein umhverfisleg né heilsufarsleg áhrif í Noregi,“ sagði Nikolaos Evangeliou, vísindamaður hjá loftslagsrannsóknarstofunni. 

Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna sem nú brenna á yfir 3,8 milljóna hektara svæði í Kanada. 

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við mbl.is fyrr í vikunni að mengun frá Kanada hafi að öllum líkindum þegar ratað til Íslands, en að ekkert hafi mælst vegna rigningar sem skolað hefur öskuna út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert