Gagnsókn Úkraínumanna hafin

Selenskí lét þessi orð falla á blaðamannafundi með Justin Trudeau.
Selenskí lét þessi orð falla á blaðamannafundi með Justin Trudeau. Sergei SUPINSKY / AFP)

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu lýsti því yfir fyrir skemmstu að hin tíðrædda gagnsókn Úkraínumanna á hendur Rússum væri hafin. 

„Bæði gagnsókn og varnir eru að eiga sér stað, en á þessu stigi mun ég ekki fara nánar út í smáatriðin,“ sagði Selenskí á sameiginlegum blaðamannafundi hans og forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, sem er í opinberri heimsókn í Úkraínu um þessar mundir. 

Trudeau fordæmdi þátt Rússa í þeirri eyðileggingu sem unnin var á Kakhova stíflunni, sem varð til þess að hún brast með skelfilegum afleiðingum. 

Rússar höfðu gefið í skyn að áætluð gagnsókn Úkraínumanna væri nú þegar farin að misheppnast. Til þess að svara þessu sagði Selenskí: „Það sem Pútín sagði um gagnsóknina okkar er athyglisvert. Það er að mínu mati mikilvægt að Rússar upplifi alltaf þá tilfinningu, að þeir eigi ekki mikið eftir.“

Leiðtogarnir féllust í faðma.
Leiðtogarnir féllust í faðma. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert