William Barr, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem starfaði undir stjórn Donald Trump, segir að fyrrum forsetinn sé búinn að vera ef ásakanir um að hann hafi misfarið með leynileg skjöl reynast sannar. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.
Barr gagnrýndi fyrrverandi yfirmann sinn og sagði að hann hefði engan rétt á að geyma skjölin sem eru sögð hafa fundist á heimili hans. Einnig kvaðst hann vera hneykslaður yfir því hversu viðkvæmar upplýsingar voru í skjölunum og hversu mörg þau voru.
Trump mun mæta fyrir dómstóla í Miami á morgun þar sem verða birtar fyrir honum tugi ákæra. Hann er sakaður um að hafa ólöglega geymt trúnaðarupplýsingar og fyrir að hafa sagt ósatt um meðferð leyniskjala, en hefur ítrekað neitað sök.