Sögulegur vöxtur í fjölda flóttafólks

Flóttafólk frá Súdan í Eþíópíu.
Flóttafólk frá Súdan í Eþíópíu. AFP/Amanuel Sileshi

Ný skýrsla Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna leiðir í ljós að 108,4 millj­ón­ir manna voru neydd­ar til þess að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna of­sókna, of­beld­is, mann­rétt­inda­brota og ann­ars vanda árið 2022. Þetta er 19 millj­óna manna fjölg­un á milli ára. 

Þá er greint frá því að 5,7 millj­ón­ir Úkraínu­manna hafi flúið land en þar að auki 4,4 millj­ón­ir manna frá öðrum þjóðum gert það einnig. Sögu­leg­ur vöxt­ur í fjölda flótta­fólks hafi orðið á milli ára en fjöld­inn hafi stokkið úr 27,1 millj­ón manna í 35,3 millj­ón­ir.

Í skýrsl­unni sem um ræðir er greint frá því að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi ýtt af stað hraðasta vexti land­flótta sem sést hafi síðan á tím­um seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. 11,6 millj­ón­ir Úkraínu­manna eru sagðar á ver­gangi vegna stríðsins, 5,9 millj­ón­ir inn­an Úkraínu og 5,7 millj­ón­ir utan lands­ins.

Þar að auki komi 52% flótta­fólks og hæl­is­leit­enda frá aðeins þrem­ur lönd­um, 6,5 millj­ón­ir frá Sýr­landi, 5,7 millj­ón­ir frá Úkraínu og 5,7 millj­ón­ir frá Af­gan­ist­an.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert