Ekki hægt að útiloka árás Rússa á Svíþjóð

Frá heræfingunni Aurora 23 sem fór fram í Svíþjóð sautjánda …
Frá heræfingunni Aurora 23 sem fór fram í Svíþjóð sautjánda apríl með þátttöku 26.000 manns. Mynd úr safni. Ljósmynd/Sænski herinn

Það er ekki hægt að útiloka að her Rússlands geri árás á Svíþjóð í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu en þetta kemur fram í skýrslu sem her Svíþjóðar birti í dag sem ítrekar inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið (NATO) sem allra fyrst. 

Eins og greint hefur verið frá leggja stjórnvöld Svíþjóðar mikið kapp á að hljóta inngöngu í NATO en Tyrkland og Ungverjaland hafa staðið í vegi fyrir því og ekki staðfest beiðni Svíþjóð um aðild að bandalaginu. Finnland hlaut inngöngu í apríl.

Rússland í átökum við vestrænan heim

Í skýrslunni kemur fram að heimurinn sé á krossgötum. Þá var tekið fram að sú hætta sem steðjar frá Rússlandi væri ekki það eina sem ógnar alþjóðaöryggi heldur var einnig ítrekað að aukin áhrif Kína í Asíu og víðs vegar annars staðar í heiminum kynni að ógna Vesturlöndum.

„Það er ekki hægt að útiloka hernaðarárás gegn Svíþjóð,“ segir í skýrslunni. Hans Wallmark, þingmaður Móderatanna, stóð fyrir gerð skýrslunnar og sagði í samtali við fjölmiðlamenn í Svíþjóð að Rússland væri í langvarandi átökum við vestrænan heim í heild sinni.

Niðurstaða skýrslunnar var að öryggi Svíþjóðar væri best tryggt með inngöngu í NATO. 

Frá Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðs. Mynd úr safni.
Frá Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðs. Mynd úr safni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert