Gagnrýndur fyrir að þamba bjór (myndskeið)

Macron á Stade de France í gær.
Macron á Stade de France í gær. AFP/Julien de Rosa

Franski for­set­inn Emm­anu­el Macron olli fjaðrafoki í heimalandi sínu eft­ir hafa verið myndaður við að drekka bjór­flösku í ein­um sopa með ruðnings­leik­mönn­um Tou­lou­se eft­ir að þeir unnu frönsku deild­ina um helg­ina.

Fransk­ar sjón­varps­stöðvar og sam­fé­lags­miðlar hafa sýnt mynd­skeið þar sem for­set­an­um er rétt flaska af Corona-bjór í bún­ings­klefa Tou­lou­se eft­ir leik á laug­ar­dag á þjóðarleik­vang­in­um Stade de France.

Eft­ir að hafa verið hvatt­ur til að drekka hana í ein­um sopa lét Macron til­leiðast og þambaði bjór­inn á 17 sek­únd­um við mik­il fagnaðarlæti leik­mann­anna.

„Eitruð karl­mennska hjá póli­tísk­um leiðtoga á einni mynd,“ tísti þing­kon­an Sandrine Rous­seau úr Græn­ingja­flokkn­um.

Þingmaður­inn Jean-Rene Cazeneu­ve svaraði: „For­seti sem fagn­ar með 23 leik­mönn­um og tek­ur þátt í hefðum þeirra. Það er allt og sumt.“

Macron er mik­ill íþrótta­áhugamaður og er þekkt­ur fyr­ir að heim­sækja bún­ings­her­bergi franskra íþróttaliða. Í des­em­ber, eft­ir að franska karla­landsliðið í knatt­spyrnu tapaði úr­slita­leikn­um á HM í Kat­ar, kom hann inn í klefa og hélt til­finn­ingaþrungna ræðu þar sem hann stappaði stál­inu í leik­menn­ina.

Eins og flest­ir fransk­ir for­set­ar sést Macron oft­ast með vínglas í hendi í stað bjórs. Eitt sinn sagðist hann drekka eitt vínglas með há­deg­is­matn­um og annað á kvöld­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert