Bræðravíg í uppsiglingu

Jevgení Prigosjín segist ætla leita hefnda gegn yfirstjórn rússneska hersins.
Jevgení Prigosjín segist ætla leita hefnda gegn yfirstjórn rússneska hersins. AFP

Jev­gení Prigó­sjín, yf­ir­maður rúss­nesku málaliðasveit­ar­inn­ar Wagner, sak­ar rúss­neska her­inn um árás á sveit­ir sín­ar. Seg­ir það til marks um valda­bar­áttu og bræðravíg inn­an Rúss­lands.

Prigó­sjín seg­ir að fjöldi liðsmanna hans hafi verið felld­ur í árás­inni og að hann muni leita hefnda fyr­ir árás­ina.

Kem­ur það í kjöl­far dig­ur­barka­legr­ar yf­ir­lýs­ing­ar, þar sem hann kenndi rúss­neska varna­málaráðherr­an­um Ser­gei Shoígú um það að hafa hafið stríðið í Úkraínu.

Svar Kreml­verja

Stjórn­völd í Moskvu neita því al­farið að hafa staðið að baki árás­inni á Wagner-hóp­inn, sam­kvæmt frétta­stof­unni Tass. Segja þau enn frem­ur að um­mæli Prigó­sjíns á sam­fé­lags­miðlum séu sett fram til þess að ögra.

Rúss­nesk­ir fjöl­miðlar hafa líka sagt frá því að leyniþjón­ust­an FSB hafi nú hafið saka­mál­a­rann­sókn til þess að rann­saka hvort Prigó­sjín hafi hvatt til vopnaðrar upp­reisn­ar í Rússlandi.

Ekki vald­arán

Wagner-málaliðasveit­in hef­ur bar­ist við hlið rúss­neska hers­ins í Úkraínu. Grunnt hef­ur þó verið á því góða og Prigó­sjín verið óspar á gagn­rýni á stjórn rúss­neska hers­ins. Prigó­sjín sagði í hljóðupp­töku á sam­fé­lags­miðlin­um Tel­egram að „stöðva þarf þá illsku sem leiðtog­ar Rúss­lands­hers bera í brjósti“, og bætti við: „Þeim sem ábyrg­ir eru fyr­ir dauða drengj­anna okk­ar og tugþúsunda rúss­neskra her­manna verður refsað.“ Og um­mæl­in urðu fleiri:

„Ég hvet ykk­ur til að veita ekki mót­spyrnu. Hver sá sem ger­ir það ógn­ar okk­ur og verður tor­tímt. Þannig mun­um við skil­greina all­ar varðstöðvar og flug­vél­ar sem við mæt­um á leið okk­ar.“

„Þetta er ekki vald­arán held­ur er gengið til rétt­læt­is. Aðgerðir okk­ar munu ekki trufla starf hers­ins með nokkr­um hætti.“

Eft­ir að hafa heyrt þessi orð Prigó­sjíns sendi FSB frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hon­um var skipað að hætta öll­um ólög­leg­um aðgerðum, að því er BBC grein­ir frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka