Pútín: „Þetta eru landráð!“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpar þjóð sína í dag.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpar þjóð sína í dag. AFP/Gavriil Grigorov

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, ávarpaði þjóð sína fyr­ir skömmu í sjón­varpi í kjöl­far upp­reisn­ar Wagner-málaliðahóps­ins.

Kallaði for­set­inn upp­reisn­ina glæp­sam­lega æv­in­týra­her­ferð og sagði hana til­raun til að grafa und­an Rússlandi inn­an frá og að um væri að ræða hnífstungu í bak Rúss­lands og rúss­neskr­ar þjóðar.

„Þetta eru landráð!“

Gera af­ger­andi ráðstaf­an­ir í Rostov

For­set­inn sagði að áhersla yrði lögð á að gera af­ger­andi ráðstaf­an­ir til að koma á stöðug­leika í borg­inni Rostov á Don í suður­hluta lands­ins, þar sem Jev­gení Prigó­sjín, stofn­andi Wagner-hóps­ins, seg­ist hafa náð yf­ir­ráðum yfir öll­um her­stöðvum.

Pútín kallaði á sam­stöðu þjóðar­inn­ar og talaði fal­lega um meðlimi Wagner-hóps­ins sem hafa bar­ist og dáið við hlið rúss­neska hers­ins í Úkraínu.

 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka