Pútín: „Þetta eru landráð!“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpar þjóð sína í dag.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpar þjóð sína í dag. AFP/Gavriil Grigorov

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóð sína fyrir skömmu í sjónvarpi í kjölfar uppreisnar Wagner-málaliðahópsins.

Kallaði forsetinn uppreisnina glæpsamlega ævintýraherferð og sagði hana tilraun til að grafa undan Rússlandi innan frá og að um væri að ræða hnífstungu í bak Rússlands og rússneskrar þjóðar.

„Þetta eru landráð!“

Gera afgerandi ráðstafanir í Rostov

Forsetinn sagði að áhersla yrði lögð á að gera afgerandi ráðstafanir til að koma á stöðugleika í borginni Rostov á Don í suðurhluta landsins, þar sem Jev­gení Prigó­sjín, stofnandi Wagner-hópsins, segist hafa náð yfirráðum yfir öllum herstöðvum.

Pútín kallaði á samstöðu þjóðarinnar og talaði fallega um meðlimi Wagner-hópsins sem hafa barist og dáið við hlið rússneska hersins í Úkraínu.

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka