Enn mikill viðbúnaður í Moskvu

Wagner-liðar halda til síns heima eftir að Prígósjín gerði samkomulag …
Wagner-liðar halda til síns heima eftir að Prígósjín gerði samkomulag við Lúkasjenkó. AFP/Roman Romokhov

Enn er mikill viðbúnaður í Moskvu, þrátt fyrir að Wagner-liðar hafi snúið til síns heima. Uppreisn Jevgení Prigósjín virðist lokið og hann hefur yfirgefið Rússland og haldið til Belarús samkvæmt samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins.

Alexander Lúkasjenkó, forseti Belarús.
Alexander Lúkasjenkó, forseti Belarús. AFP/Natalia Kolesnikova

Yfirvöld í fleiri en einu rússnesku héraði hafa hvatt íbúa til að halda sig heima fyrir og þá voru settar ferðatakmarkanir á víða. Þær rástafanir eru enn í gildi í dag og er þeim ætlað að minnka líkur á hryðjuverkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert