Enn er mikill viðbúnaður í Moskvu, þrátt fyrir að Wagner-liðar hafi snúið til síns heima. Uppreisn Jevgení Prigósjín virðist lokið og hann hefur yfirgefið Rússland og haldið til Belarús samkvæmt samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta landsins.
Yfirvöld í fleiri en einu rússnesku héraði hafa hvatt íbúa til að halda sig heima fyrir og þá voru settar ferðatakmarkanir á víða. Þær rástafanir eru enn í gildi í dag og er þeim ætlað að minnka líkur á hryðjuverkum.