Úkraínumenn endurheimta annað þorp

Úkraínskir hermenn í Dónetsk-héraði á föstudag.
Úkraínskir hermenn í Dónetsk-héraði á föstudag. AFP/Genya Savilov

Úkraínskar hersveitir hafa endurheimt annað landsvæði sem var undir stjórn Rússa á suðurvígstöðvunum.

Aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, Hanna Maliar, greinir frá því að úkraínski herinn hafi náð aftur þorpinu Rivnopil í Dónetsk-héraði.

Úkraínumenn hófu gagnsókn fyrr í mánuðinum og hafa hertekið um fimmtung af yfirráðasvæði Rússa í suður- og austurhluta landsins.

Volodimír Selsnskí Úkraínuforseti hefur viðurkennt að gagnsóknin hafi ekki gengið eins hratt og vonast hefði verið til.

Í liðinni viku var tilkynnt að Úkraínumenn hefðu endurheimt alls 130 ferkílómetra af landsvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert