Úkraínumenn endurheimta annað þorp

Úkraínskir hermenn í Dónetsk-héraði á föstudag.
Úkraínskir hermenn í Dónetsk-héraði á föstudag. AFP/Genya Savilov

Úkraínsk­ar her­sveit­ir hafa end­ur­heimt annað landsvæði sem var und­ir stjórn Rússa á suður­víg­stöðvun­um.

Aðstoðar­varn­ar­málaráðherra Úkraínu, Hanna Mali­ar, grein­ir frá því að úkraínski her­inn hafi náð aft­ur þorp­inu Rivnopil í Dó­netsk-héraði.

Úkraínu­menn hófu gagn­sókn fyrr í mánuðinum og hafa her­tekið um fimmt­ung af yf­ir­ráðasvæði Rússa í suður- og aust­ur­hluta lands­ins.

Volodimír Selsnskí Úkraínu­for­seti hef­ur viður­kennt að gagn­sókn­in hafi ekki gengið eins hratt og von­ast hefði verið til.

Í liðinni viku var til­kynnt að Úkraínu­menn hefðu end­ur­heimt alls 130 fer­kíló­metra af landsvæði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert