Fimm látnir eftir umfangsmikla árás Ísraelsmanna

Frá Jenín-borg.
Frá Jenín-borg. AFP/Jaafar Ashtiyeh

Að minnsta kosti fimm létust í umfangsmikilli drónaárás Ísraelsmanna á Vesturbakkann í nótt. 

Tvær vikur eru síðan ísraelski herinn gerði árás á flóttamannabúðir við Jenín-borg á Vesturbakkanum. Sjö létust í þeirri árás. 

Heilbrigðisráðherra Palestínumanna greindi frá því að að minnsta kosti fimm hefðu látist í árás næturinnar og að 27 hefðu særst. 

AFP/Jaafar Ashtiyeh

Flóttamannabúðir frá sjötta áratugnum

„Sprengjum er varpað úr lofti og það er árás á jörðu niðri. Sprengjum hefur verið varpað á nokkur hús og aðrar byggingar,“ sagði Mahmoud al-Saadi, framkvæmdastjóri Rauða hálfmánans í Jenín, við AFP-fréttaveituna. 

Ísraelski herinn sagði að hersveitir þeirra hefðu ráðist á höfuðstöðvar samtakanna Jenin Brigade. Ísraelsmenn líta á samtökin sem hryðjuverkasamtök. 

Flóttamannabúðirnar í Jenín urðu til á sjötta áratugnum og nú dvelja þar um 14 þúsund manns. 

Jarðýta ísraelska hersins.
Jarðýta ísraelska hersins. AFP/Jaafar Ashtiyeh
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert