Heljarinnar hiti í Evrópu

Túristar skýla sér frá sólinni fyrir utan Colosseum-hringleikahúsið í Róm.
Túristar skýla sér frá sólinni fyrir utan Colosseum-hringleikahúsið í Róm. AFP

Önnur hita­bylgja árs­ins er sögð nálg­ast Ítal­íu, en hún gæti haft lífs­hættu­leg­ar af­leiðing­ar. Hita­bylgj­an nefn­ist Cheron, eða Karon, eft­ir sam­nefnd­um ferju­manni úr grískri goðafræði, sem flutti sál­ir lát­inna yfir í und­ir­heima Hades­ar. 

Hita­bylgj­an fylg­ir á hæla hita­bylgj­unn­ar Cer­bus, eða Ker­beros, sem hef­ur herjað á Spán, Ítal­íu og Grikk­land í mánuðinum, en hún ber sama nafn og þríhöfða hund­ur­inn sem gætti inn­gangs­ins að Hades­ar­heimi, í grískri goðafræði.

Talið er að hita­stig nái allt að 48 gráðum í Sar­din­íu í næstu viku og 45 gráðum á Spáni í þess­ari viku og því óhætt að segja að hit­inn verði helju lík­ast­ur. 

Rauðar viðvar­an­ir

Yf­ir­völd á Ítal­íu hafa gefið út rauðar viðvar­an­ir í 16 borg­um vegna hita­stigs­ins, þar á meðal Bologna, Róm og Flórens.

Grikk­ir hafa einnig gripið til aðgerða vegna hit­ans í land­inu og hef­ur vin­sæl­asti ferðamannastaður lands­ins, há­borg­in Akrópól­is, brugðið á það ráð að loka milli há­deg­is og kvölds til að vernda starfs­fólk og ferðamenn fyr­ir hit­an­um. 

Maður slekkur þorstann í Þessalóníku í Grikklandi.
Maður slekk­ur þorst­ann í Þessalón­íku í Grikklandi. AFP

50 gráður í Írak

Evr­ópu­lönd­in eru þó ekki ein um að kljást við af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga, en Ind­land, Írak, Jap­an, Kína og Banda­rík­in eru meðal þeirra landa sem hafa þurft að kljást við lífs­hættu­leg­an hita, rign­ingu og flóð. 

Mik­il flóð og skriðuföll eru al­geng á mons­ún­tíma­bil­inu á Indlandi, en sér­fræðing­ar segja að lofts­lags­breyt­ing­ar auki tíðni þeirra og al­var­leika. 90 manns hafa þegar látið lífið á Norður-Indlandi vegna tíma­bils­ins.

Írak hef­ur aft­ur á móti þurft að kljást við mik­inn þurrk vegna hit­ans, en hit­inn nálg­ast 50 gráður sumstaðar í land­inu. 

El-Niño bæt­ist ofan á þegar hitn­andi heim

Sér­fræðing­ar full­yrða að tíðari og heit­ari hita­bylgj­ur séu af­leiðing­ar hlýn­un­ar jarðar og gróður­húsam­eng­un­ar, en meðal­hit­inn  á heimsvísu í byrj­un júní var sá hlýj­asti sem reikni­miðstöð evr­ópskra veður­stofa hef­ur nokk­urn tím­a mælt. 

Einnig má tengja hita­bylgj­urn­ar við El Niño-tíma­bil sem á sér stað í ár en það er þegar nátt­úru­lega hita­sveifla hækk­ar yf­ir­borðshita sjáv­ar.

Flest­ar hita­bylgj­ur sög­unn­ar hafa átt sér stað á slíku tíma­bili en und­an­far­in ár hafa mikl­ar hita­bylgj­ur átt sér stað utan tíma­bils­ins. Veður­fræðing­ar telja það því áhyggju­efni að tíma­bilið bæt­ist ofan á þegar hitn­andi heim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert