Danski bjórframleiðandinn Carlsberg staðfestir í fréttatilkynningu að fyrirtækið hafi misst alla stjórn á rússnesku dótturfyrirtæki sínu, Baltika Breweries. Rússnesk stjórnvöld hafa gert tímabundið eignarnám í dótturfyrirtækinu.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði tilskipun um helgina sem færði dótturfyrirtækið undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. Danska ríkisútvarpið segir að eignarnámið hafi gerst án þess að Carlsberg Groups hafi fengið að vita að því. Fyrirtækið gaf heldur ekki samþykki.
Tanja Frederiksen, samskiptastjórn Carlsberg Groups, segir við DR að þau séu slegin yfir fréttunum. „Þetta er afar óvænt tilkynning frá rússneskum yfirvöldum, sem segir að við höfum misst gervalla stjórn á Baltika.“
Ofan á það segir Carlsberg að Baltika Breweries sé nú komið undir nýja stjórn og fyrirtækið og verður tímabundið í eigu Rússneska ríkisins. Mikkel Emil Jensen, sérfræðingur hjá danska bankanum Sydbank, segir að rússnesk stjórnvöld sendi skýr skilaboð til þeirra fyrirtækja sem einnig eru stödd í landinu.
„Þetta sýnir líka bara hversu óútreiknanleg og ófyrirsjáanlegur rússnesk stjórnvöld eru,“ segir Jensen við DR. „En við höfum talað um að þjóðnýting gæti orðið að veruleika, og staðan virðist því miður vera þannig.“