Trump fyrir rétt í Florida í maí 2024

Donald Trump gengur inn í réttarsal á Manhattan fyrr á …
Donald Trump gengur inn í réttarsal á Manhattan fyrr á árinu. AFP/Ed Jones

Al­rík­is­dóm­ari í Flórída í Banda­ríkj­un­um hef­ur ákveðið að rétt­ar­höld í máli rík­is­ins gegn Don­ald Trump fyrr­ver­andi Banda­ríkia­for­seta fari fram 24. maí 2024, en for­set­inn fyrr­ver­andi er sakaður um að hafa tekið með sér trúnaðarskjöl úr Hvíta hús­inu þegar embætt­is­tíma hans lauk og geymt með ólög­mæt­um hætti á setri sínu Mar-a-Lago í Flórída. 

Þetta er þvert gegn ósk­um Trumps sem vildi að mál­inu yrði frestað fram yfir for­seta­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um sem fram fara í nóv­em­ber sama ár. Rétt­ar­höld­in munu því fara fram á meðan kostn­inga­bar­átt­an stend­ur yfir.

Bú­ist er við að rétt­ar­höld­in standi yfir í tvær vik­ur og muni fara fram í Fort Pierce í Flórída. Í síðasta mánuði var for­set­an­um fyrr­ver­andi birt ákæra í 37 liðum, en hann neitaði sök við rétt­ar­höld í Miami.

Þetta er ekki eina málið sem bein­ist að Trump fyr­ir banda­rísk­um dóm­stól­um, en í  apríl gaf ákæru­dóm­stóll á Man­hatt­an út ákæru á hend­ur hon­um vegna gruns um að hafa mis­farið með fjár­mál for­setafram­boðs síns 2016 með því að múta klám­mynda­leik­kon­unni Stor­my Daniels í skipt­um fyr­ir þögn henn­ar um sam­skipti þeirra árið 2006. Þá var hann í maí sl. fund­inn sek­ur um kyn­ferðis­brot gegn dálka­höf­und­in­um E. Jean Carroll.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert