Rostislav Zhuravlev, rússneskur stríðsfréttaritari sem starfar fyrir rússneska ríkismiðilinn RIA Novosti í Rússlandi, lést í árás Úkraínumanna á suðurhluta Saporísja-héraðs í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska hernum.
Fréttastofa RIA Novosti hefur einnig greint frá andlátinu og tekur fram að Zhuravlev hafi verið drepinn í grennd við þorpið Pytikhatki, sem er í framlínu stríðsátakanna.
„Fjórir blaðamenn eru særðir eftir klasasprengjuárás úkraínska hersins og eru þeir mismikið særðir,“ segir í yfirlýsingu rússneska hersins.
„Á meðan brottflutningi stóð lést blaðamaður RIA Novosti, Rostislav Zhuravlev, af sárum sínum.“
Þá segir í yfirlýsingunni að áverkar hinna blaðamannanna væru í meðallagi alvarlegir.
Áhrifamáttur rússneskra stríðsfréttarita hefur aukist til muna frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan.