Alison Rose, bankastjóri breska bankans NatWest hefur stigið til hliðar og sagt starfi sínu lausu. Þá hefur hún játað algjört dómgreindarleysi þegar kom að því að tala við blaðamann BBC, um stöðu fyrrverandi formanns breska sjálfstæðisflokksins UKIP, Nigel Farage, innan bankans Coutts. Coutts er dótturbanki NatWest.
Farage var fyrir nokkru sagt upp sem viðskiptavin hjá bankanum en BBC greindi frá því að það hefði verið vegna þess að hann hefði ekki nógu mikla innistæðu hjá bankanum. Farage segist síðan hafa útvegað sér skjal um málið frá bankanum þar sem viðhorf hans til Brexit og annarra pólítískra mála komi fram.
AFP greinir frá því að Rose hafi síðan viðurkennt að hafa talað við blaðamann BBC um mál Farage og takið blaðamanninum trú um að ástæða uppsagnar hans hefði algjörlega verið viðskiptalegs eðlis.
Fram kemur að Rose hafi notið stuðnings stjórnar NatWest enda hafi hún unnið fyrir bankann í um þrjátíu ár. Í dag hafi ákvörðun hennar síðan verið gerð ljós og fjármálaráðherra sagt hana vera þá réttu í stöðunni en ríkið á 39 prósenta hlut í NatWest.
Sjálfur hefur Farage fordæmt framkomu bankans og kallað eftir afsögn allrar stjórnar NatWest.