Fjölmiðlar verða að útskýra málið betur

Barist við gróðurelda í bænum Melloula í Túnis. Víða hafa …
Barist við gróðurelda í bænum Melloula í Túnis. Víða hafa hitabylgjur gert íbúum lífið leitt, ekki síst í löndum við Miðjarðarhafið. AFP

Hátt í 100 ítalskir vísindamenn hafa skrifað opið bréf til fjölmiðla þar sem þeir eru hvattir til að standa betur að umfjöllunum um orsakir loftslagsbreytinga og lausnir við þeim vanda. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að stíga skref til að koma í veg fyrir neyðarástand skapist.

Bréfið er sent í nefni ítölsku fjölmiðlamiðstöðvarinnar í loftslagsmálum. Á meðal þeirra sem hafa skrifa undir bréfið er Giorgo Parisi, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2021. Parisi starfar við Sapienza-háskólann í Róm. 

Áskorunin er send í kjölfar gríðarlegrar hitabylgju sem hefur gert íbúum Evrópu leitt, ekki síst í löndunum sem liggja við Miðjarðarhaf. Auk hitabylgjunnar hafa gróðureldar logað víða auk þess sem óveður hafa geisað, m.a. á norðurhluta Ítalíu þar sem stærðarinnar haglél féll til jarðar og olli eyðileggingu. 

Þessi ágæti maður skvettir köldu vatni framan í sig á …
Þessi ágæti maður skvettir köldu vatni framan í sig á Ricanto-ströndinni í Ajaccio í Frakklandi. AFP

„Hitabylgjur, flóð, langvarandi þurrkar, og eldar eru aðeins nokkur dæmi um stóraukin áhrif loftslagsbreytinga á okkar svæðum,“ segir í bréfinu. En alls skrifa 96 vísindamenn undir það og vísa til þess að alls megi rekja 18.000 dauðsföll til hitabylgjunnar sem reið yfir Ítalíu í fyrra.

„Þrátt fyrir þetta, þá fjalla ítalskir fjölmiðlar of oft um „vont veður“ í staðinn fyrir loftslagsbreytingar. Og þegar þeir tala um það í raun og veru þá greina þeir oft ekki frá orsökunum og lausnunum,“ segir í bréfinu. 

Vísindamennirnir telja að það sé ekki til góðs því slíkt geti leitt til aðgerðaleysi, uppgjöf eða að fólk einfaldlega neiti að horfast í augu við raunveruleikann. Þeir benda á að lausnir séu til staðar, m.a. að menn hraði því að hætta notkun á olíu, kolum og gasi. Hægt sé að fjarlægja kolefni úr andrúmsloftinu með endurnýjanlegum orkugjöfum. 

Hitamælir í Róm sem sýnir 40 stiga hita.
Hitamælir í Róm sem sýnir 40 stiga hita. AFP

Þetta sé rétta aðferðafræðin við að stöðva hlýnun jarðar. Tæknin sé fyrir hendi og þá hafi þetta einnig jákvæð efnahagsleg áhrif. 

Vísindamennirnir segja að líkur á hitabylgjum hafi aukist vegna loftslagsbreytinga. Þar sem hitastig á heimsvísu fari hækkandi þá sé því spáð að hitabylgjur verði algengari og kröftugri, auk þess sem áhrif þeirra verði víðtækari. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert