Stýrivextir í Evrópu í methæðum

Christine Lagarde, forseti evrópska seðlabankans.
Christine Lagarde, forseti evrópska seðlabankans. AFP

Evrópski seðlabankinn hækkaði í dag meginvexti bankans um 0,25 prósentustig, úr 3,5% í 3,75%. Þetta er níunda vaxtahækkun bankans í röð og vextir bankans hafa ekki verið hærri frá því í lok árs 2000.

Í tilkynningu bankans kom fram að vextir kynnu að hækka enn frekar á árinu. Tólf mánaða verðbólga á evrusvæðinu mældist 5,5% í júnímánuði. Verðbólgan hefur verið lækkandi á liðnum mánuðum. Þrátt fyrir það, og þrátt fyrir að búist sé við samdrætti á evrusvæðinu á komandi mánuðum, telur bankinn að verðbólgan hafi ílengst um of.

Bandaríski seðlabankinn hækkaði í gær stýrirvexti sína inni um 0,25 prósentustig, úr 5,25% í 5,5%. Verðbólga í Bandaríkjunum mælist nú 3% og hefur farið ört lækkandi. Þá mælist verðbólga í Bretlandi nú 7,9%, og hefur lækkað lítillega, en gera má ráð fyrir því að Englandsbanki hækki vexti sína úr 5% í 5,25% í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert