Mítill veldur kjötofnæmi

Talið er að allt að 450.000 manns geti verið með …
Talið er að allt að 450.000 manns geti verið með heilkennið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilvikum þar sem Bandaríkjamenn þróa með sér sjaldgæft kjötofnæmi í kjölfar þess að vera bitnir af mítlum fer fjölgandi, að því er kemur fram í nýjum gögnum frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC).

Gögnin frá CDC sýna mikla fjölgun fólks með alpha-gal-heilkennið sem veldur kjötofnæminu og er talið að allt að 450.000 manns geti verið með það.

Heilkennið má rekja til munnvatns frá stjörnumítlinum (e. lone star tick). Stjörnumítillinn er með hvítan blett á bakinu og finnst aðallega í suður- og austurhluta Bandaríkjanna.

Getur verið lífshættulegt 

Ofnæmisviðbrögðin við biti mítilsins geta verið lífshættuleg þegar neytt er kjöts og kjötafurða, þar á meðal svínakjöts, nautakjöts, lambakjöts, kanínukjöts og villibráðar.

Meðal kjötafurða sem geta valdið ofnæmisviðbrögðunum eru gelatín, mjólk og sumar mjólkurvörur, og ákveðin lyf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert