Aukinn kraftur í gagnsókninni

Úkraínuher setti aukinn kraft í gagnsókn sína í suður- og austurhlutum Úkraínu í vikunni sem leið. Tilkynnti herinn á fimmtudaginn að hann hefði frelsað þorpið Staromaiorsk í Donetsk-héraði, en það er við þjóðveg, sem liggur meðal annars í áttina að Maríupol við Asovhaf. 

Þá sögðu rússneskir herbloggarar að Úkraínuher hefði einnig náð að brjótast í gegnum varnarlínur Rússa á nokkrum stöðum á milli þorpanna Orikhív og Robotíne í Saporísja-héraði. Rússar segjast hins vegar hafa staðið af sér öll áhlaup Úkraínumanna. 

Rússar og Úkraínumenn skiptust einnig á langdrægum árásum í vikunni, þar sem Rússar hafa ráðist að hafnarborgum Úkraínumanna við Svartahaf og við Dóná. Rúmenía, sem er aðili að Atlantshafsbandalaginu, hefur mótmælt árásunum og bandalagið hefur sagt að þeim geti fylgt aukin hætta á stigmögnun átakanna. 

Kynnti sér hergögn Norður-Kóreumanna

Þá fór Sergei Shoígú, varnarmálaráðherra Rússlands, í vikunni í heimsókn til Norður-Kóreu, þar sem hann ræddi við ráðamenn um varnarsamband ríkjanna tveggja og möguleikann á frekari stuðningi Norður-Kóreumanna við innrás Rússa.

Shoígú kynnti sér einnig hergagnaframleiðslu gestgjafanna og fór í heimsókn í drónaverksmiðju. Var hápunktur heimsóknarinnar vegleg hersýning sem hann og fulltrúi Kínverja fengu að sjá í miðborg Pyongyang. 

Í mynd­skeiðinu sem fylg­ir hér að ofan fer Stefán Gunn­ar Sveins­son, blaðamaður og sér­fræðing­ur Morg­un­blaðsins í Úkraínu­stríðinu, yfir stöðu mála og helstu svipt­ing­ar undanfarinnar viku. 

Gepard-loftvarnardreki á vegum Úkraínumanna sést hér við æfingar í nágrenni …
Gepard-loftvarnardreki á vegum Úkraínumanna sést hér við æfingar í nágrenni Kænugarðs. AFP/Sergei Supinsky
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert