Pútín hafnar ekki friðarviðræðum

Pútín fundaði með leiðtogum Afríkuríkja í Sankti Pétursborg í Rússlandi …
Pútín fundaði með leiðtogum Afríkuríkja í Sankti Pétursborg í Rússlandi í dag. AFP/Alexet Danichev

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafnar ekki hugmyndum um friðarviðræður við Úkraínumenn. Telur hann að frumkvæði Afríkumanna og Kínverja gæti verið grundvöllur þess að friður náist.

BBC greinir frá.

Vilja ekkert gefa eftir

Úkraínumenn hafa áður sagt að þeir muni ekki gefa neitt landsvæði eftir í friðarviðræðum. Rússar hafa sagt að Úkraínumenn verði að sætta sig við að eitthvað landsvæði þurfi að gefa eftir.

Tæpt eitt og hálft ár er liðið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert