Segir Ósló ekki örugga lengur

Ida Melbo Øystese lögreglustjóri í Ósló.
Ida Melbo Øystese lögreglustjóri í Ósló. AFP

Ida Melbo Øystese, lögreglustjóri í Ósló í Noregi, óskaði á miðvikudag eftir umræðu um úrræði lögreglu borgarinnar gagnvart ungum afbrotamönnum. Tilefni óskar lögreglustjórans voru hópslagsmál um fimmtíu ungmenna á Ekebergsletta í hinum oft róstusama austurhluta höfuðborgarinnar þar sem knattspyrnumótið Norway Cup var haldið.

Segja má að hin breiðari spjótin hafi tíðkast í átökunum þar sem þátttakendur drógu upp loftbyssur, kylfur, hnúajárn, járnstangir og jafnvel klaufhamar til að sýna náunganum í tvo heimana. Reyndust allir þátttakendur í slagsmálunum undir lögaldri, þeir yngstu þrettán ára.

Mælirinn fullur

Lögregla hafði mikinn viðbúnað umhverfis knattspyrnumótið og náði því að stilla til friðar tiltölulega fljótlega en athygli vakti við eftirgrennslan að slagsmálin tengdust mótinu ekki á nokkurn hátt, voru þar hvorki á ferð áhorfendur né keppendur að sögn Sigve Bolstad, vettvangsstjóra lögreglu.

Benti Bolstad á í samtali við norska dagblaðið VG að hópslagsmál tengdust ekki endilega viðburðum og benti á önnur hópslagsmál við brautarstöðina Oslo S í miðborginni um helgina þar sem ungur maður sló um sig með múrstein að vopni.

Sylvi Listhaug, formaður Framfaraflokksins FrP, sagði við norska ríkisútvarpið NRK að nú væri mælirinn fullur. „Við getum ekki búið við svona lagað lengur. [...] Við verðum að taka borgina okkar til baka og gera hana örugga, Ósló er ekki örugg, sama hvað Raymond Johansen [formaður borgarráðs] segir. [...] Saklaust fólk getur orðið fyrir þessu og því verðum við að taka af alvöru,“ sagði Listhaug.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert