Kallar eftir lengri frest fyrir Níger

Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu.
Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu. AFP

Utanríkisráðherra Ítalíu hefur kallað eftir því að lengri frestur verði veittur herforingjastjórninni í Níger, sem rændi völdum, til að afsala sér völdum til lýðræðislega kjörins forseta landsins, Mohamed Bazoum. 

ECOWAS-ríkin, eða Afríkuríkin, höfðu gefið stjórninni tiltekinn frest til að aðhafast þetta, en sá frestur er nú við það að renna út. Í stað þess að beygja sig undir kröfur ECOWAS-ríkjanna hefur herforingjastjórnin brugðið á það ráð að loka lofthelginni yfir landinu. 

Kjörinn forseti Níger, Mohamed Bazoum, sem er jafnframt bandamaður vesturveldanna,  hefur verið í haldi hersins frá því á miðvikudag.

Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu, segir aðila verða að finna lausn með diplómatískum hætti.  Hann gefur lítið fyrir afarkosti á borð við þá sem ECOWAS-ríkin hafa sett herforingjastjórninni og kallar eftir því að fresturinn verði lengdur. 

„Það þarf að finna lausn. Það er ekki hægt að slá því föstu að stríð sé eina leiðin.“

Stríð geti ekki verið eina lausnin.
Stríð geti ekki verið eina lausnin. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert