Sagði upp fjölda manns sem sakað er um spillingu

Volodimí Selenskí Úkraínuforseti segist hafa sagt upp fjölda ríkisstarfsmanna sem sjá um að skrá Úkraínumenn í herinn. Ásakar hann fulltrúana um spillingu innan herþjónustunnar, sem gæti jafngilt föðurlandssvikum.

„Við eftirlit á svæðisbundnum herskráningarstöðvunum svipti lögreglan hulunni af spillingu,“ segir Selenskí í tilkynningu. „[Af þessu] stafar ógn gegn þjóðaröryggi Úkraínu og þetta grefur undan trausti í garð ríkisstofnanna.“

Selenskí skrifar einnig á samfélagsmiðla að allir héraðsfulltrúar Úkraínuhers yrðu reknir. Birti hann færsluna í kjölfar fundar forystufólki hersins.

Volodimír Selesnkí Úkraínuforseti.
Volodimír Selesnkí Úkraínuforseti. AFP/Ludovic Marin

Föðurlandssvik

„Kerfinu ætti að vera stjórnað af fólki sem veit hvað stríð er og veit hvers vegna vantraust og mútur á stríðstímum er föðurlandssvik,“ segir Úkraínuforseti.

Úkraínsk stjórnvöld hafa verið að skrá ríkisborgara sína í herinn til þess að berjast með liðsveitum hersins í gagnsókn til þess að endurheimta svæði sem Rússar hafa lagt undir sig.

Ákvörðun forsetans um að reka fulltrúana er í takt við tilraunir Úkraínumanna til þess að sporna gegn spillingu í landinu. Eru þær sem er hluti af umbótaaðgerðum sem stofnanir á borð við Evrópusambandið hafa óskað eftir í landinu, en Úkraína vill ganga í sambandið.

Kemur fram í tilkynningunni að öryggisráð landsins hvetji þá sem eru yfir hernum að velja nýja starfsmenn til þess að taka við störfunum, sem hafa reynslu af stríði og hafa verið rannsakaðir af yfirvöldum.

Fulltrúar Úkraínuhers sem sjá um að skrá fólk í herinn …
Fulltrúar Úkraínuhers sem sjá um að skrá fólk í herinn í öllum héröðum landsins munu verða reknir vegna gruns um spillingu. Á mynd má sjá úkraínska hermenn á æfingu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert