Sleppir kappræðunum og mætir mögulega til Carlsons

Blikur hafa verið á lofti um það hvort Trump mæti …
Blikur hafa verið á lofti um það hvort Trump mæti frekar í viðtal til Tuckers Carlsons á meðan á kappræðunum stendur. Samsett mynd

Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, staðfesti í dag að hann taki ekki þátt í fyrstu for­valskapp­ræðum Re­públi­kana­flokks­ins á miðviku­dag­inn.

Þetta staðfesti hann í færslu á sam­fé­lags­miðlin­um Truth Social, en Trump tel­ur þess vera óþörf að rök­ræða við mót­fram­bjóðend­ur sína í for­val­inu, þar sem hann leiði í skoðana­könn­un­um með 46 stig­um.

Trump hef­ur átt væg­ast sagt er­ilsamt ár en fjór­ar ákær­ur hafa verið gefn­ar út á hend­ur hon­um í fjór­um ríkj­um.

Mæt­ir hugs­an­lega frek­ar til Tuckers Carl­sons

Teikn hafa þegar verið á lofti um að Trump myndi sleppa því að mæta í kapp­ræðurn­ar.

The New York Times hef­ur greint frá því að aðstoðar­menn Trumps hafi sagt að hann myndi sleppa kapp­ræðunum, sem skipu­lagðar eru af fjöl­miðlin­um Fox News, og mæta frek­ar í viðtal til Tuckers Carl­sons, fyrr­ver­andi þátta­stjórn­anda hjá Fox News.

„Ný CBS-könn­un [sem er] kom­in út, sýn­ir að ég leiði með „goðsagna­kennd­um“ töl­um. Trump 62%, 46 pró­sentu­stig­um yfir DeS­anctemonius (sem hrap­ar eins og þjáður fugl)“ skrif­ar Trump á sam­fé­lags­miðla og vís­ar þar í mót­fram­bjóðanda sinn Ron DeS­ant­is, sem hann upp­nefn­ir skin­helg­an.

„Ég mun þess vegna ekki mæta í kapp­ræðurn­ar,“ skrif­ar hann í stór­um stöf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert