Slökkt á auglýsingaskjám eftir sýningu klámmyndar

Allir auglýsingaskjáir í Bagdad eru svartir þessa dagana.
Allir auglýsingaskjáir í Bagdad eru svartir þessa dagana. AFP/Ahmad Al-Rubaye

Yfirvöld í Írak fyrirskipuðu að slökkt yrði á öllum LED-auglýsingaskjám í Bagdad, eftir að hakkari hakkaði sig inn í stjórnkerfið fyrir skjáina og náði setja í gang klámmynd á einum þeirra. Sá grunaði hefur verið handtekinn. AFP-fréttastofan greinir frá.

Skjárinn sem um ræðir er staðsettur á stórum gatnamótum í miðborg Bagdad og náði hakkarinn að sýna klámmyndina í nokkrar mínútur áður öryggisvörðum tókst að taka skjáinn úr sambandi.

Fjölmargir náðu myndböndum af skjánum og hefur þeim verið dreift víða á samfélagsmiðlum.

Vegna þessa atviks hafa yfirvöld tekið ákvörðun um að slökkva á öllum auglýsingaskjám í Bagdad á meðan farið er yfir öryggismál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert