Saka Rússa um að hafa skotið vélina niður

Wagner-hópurinn birti þessa mynd af staðnum þar sem vél Prigósjíns …
Wagner-hópurinn birti þessa mynd af staðnum þar sem vél Prigósjíns hrapaði til jarðar. Telegram/Grey Zone

Jev­gení Prigó­sjín, leiðtogi Wagner-málaliðahóps­ins, var á meðal skráðra farþega sem voru um borð í flug­vél sem hrapaði skammt frá Moskvu í dag. Tíu voru um borð í vél­inni og komst eng­inn lífs af. 

Grey Zone, upp­lýs­inga­veita málaliðahóps­ins á Tel­egram-for­rit­inu, sakaði rúss­nesk stjórn­völd um að hafa skotið vél­ina niður í Tver-héraði sem staðsett er norðan við Moskvu. Flug­vél­in var á leið frá St. Pét­urs­borg til Moskvu þegar hún var brot­lenti. Önnur einkaþota á veg­um hóps­ins lenti í Moskvu skömmu eft­ir að vél Prigó­sjíns hrapaði.

Prigó­sjín, sem eitt sinn var bandamaður Rúss­lands­for­seta, fór fyr­ir mis­heppnaðri vald­aránstilraun gegn Pútín í júní og hef­ur andað köldu milli for­ingj­anna tveggja und­an­far­in miss­eri. 

 

Prigósjín er látinn samkvæmt heimildum bresku fréttastofunnar BBC.
Prigó­sjín er lát­inn sam­kvæmt heim­ild­um bresku frétta­stof­unn­ar BBC. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka