Sjóðurinn vaxið um tæpan milljarð frá handtöku

Trump stígur hér úr vél sinni í Atlanta í Georgíuríki …
Trump stígur hér úr vél sinni í Atlanta í Georgíuríki á fimmtudag. AFP/Joe Raedle

Yfir sjö milljónir bandaríkjadala hafa bæst við kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frá því að hann var handtekinn í Georgíuríki og látinn laus gegn tryggingu.

Fjárhæðin jafngildir rúmlega 950 milljónum íslenskra króna eða tæpum einum milljarði íslenskra króna.

Trump var handtekinn á fimmtudag og tekin voru af honum fingraför og sakborningsmynd, sem hann birti síðan sjálfur á samfélagsmiðlinum X, betur þekktum sem Twitter.

Tekjuhæsti dagurinn

Síðan þá hefur kosningasjóðurinn vaxið ört og hefur 7,1 milljón bandaríkjadala safnast, sem jafngildir um 950 milljónum íslenskra króna.

Starfsfólk kosningaskrifstofu Trumps tilkynnti Fox News að 4,18 milljónir hefðu safnast á föstudag, sem væri tekjuhæsti dagurinn í allri kosningabaráttunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert