Skiptir um varnarmálaráðherra

Eitt og hálft ár er síðan Rússar gerðu innrás inn …
Eitt og hálft ár er síðan Rússar gerðu innrás inn í Úkraínu. AFP

Voldimír Selenskí, for­seti Úkraínu, tilkynnti í dag breytingar á ríkisstjórn sinni. Hann ætlar að skipta Oleksiy Reznikov varnarmálaráðherra út fyrir stjórnmálamanninn Rustem Umerov. 

Eitt og hálft ár er síðan Rússar gerðu innrás inn í Úkraínu. Reznikov var skipaður þremur mánuðum fyrir innrásina.

Selenskí vill að Umerov taki við sem varnarmálaráðherra.
Selenskí vill að Umerov taki við sem varnarmálaráðherra. AFP/Chip Somodevilla/Getty Images

Vill nýjar aðferðir

„Ég tel að ráðuneytið þurfi nýjar aðferðir og aðrar samskiptaleiðir við bæði herinn og samfélagið í heild,“ sagði Selenskí í kvöld. 

Hann sagðist vænta þess að þingið myndi styðja tillögu sína um að Umerov taki við sem varnarmálaráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert