Vara við Covid-19 fyrir veturinn

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin hefur kallað eftir því að ríki auki umfang bólusetninga og eftirlit verði hert vegna kórónuveirunnar á norðurhveli jarðar á komandi vetri.

Þó svo að nú séu gögn takmörkuð þar sem mörg lönd hafi hætt að tilkynna um kórónuveirusmit er það mat heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna að hundruð þúsunda manna úti um allan heim séu á sjúkrahúsi með vírusinn.

„Við höldum áfram að sjá viðvarandi þróun kórónuveirunnar fyrir vetrartímann á norðurhveli jarðar,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), á blaðamannafundi í dag.

Dauðsföllum fjölgað

Ghebreyesus segir að dauðföllum vegna veirunnar hafi fjölgað sums staðar í Miðausturlöndum og Asíu, innlögnum á gjörgæsludeildir í Evrópu hafi fjölgað og sjúkrainnlögnum hafi fjölgað á nokkrum svæðum.

Þá segir hann að aðeins 43 lönd, innan við fjórðungur af 194 aðildarríkjum WHO, tilkynni um dauðsföll til stofnunarinnar og aðeins 20 veiti upplýsingar um sjúkrahúsinnlagnir.

„Við áætlum að það séu hundruð þúsunda manna á sjúkrahúsi núna smitaðir af kórónuveirunni,“ sagði Maria Van Kerkhove hjá WHO á blaðamannafundinum. 

„Það er áhyggjuefni í ljósi þess að þegar kólnar í veðri í sumum löndum hefur fólk tilhneigingu til að að verja meiri tíma saman innandyra og veirur eins og kórónuveiran munu nýta sér það,“ sagði Maria.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert