Efnahagur evrusvæðisins óx örlítið á öðrum ársfjórðungi, en vöxturinn var samt sem áður minni en við var búist. Endurskoðun fyrsta ársfjóðungs leiddi í ljós betri niðurstöðu en áður hafði komið fram.
Um er að ræða 0,1% hagvöxt en samkvæmt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, var því spáð að efnahagur yxi um 0,3% á ársfjórðunginum.
Aftur á móti endurskoðaði Eurostat mælingar sínar frá fyrsta ársfjórðungi, sem leiddi í ljós að þá hafi einnig verið 0,1% hagvöxtur, en ekki stöðnun eins áður hafði komið fram.
„Evrópska hagkerfið er almennt að staðna. Það er að kljást við háa stýrivexti, orkuverð og hægagang á viðskiptum,“ segir Charlotte de Montpellier, sérfræðingur hjá hollenska bankanum ING.
Seðlabanki Evrópu hefur hækkað vexti til þess að að sporna gegn verðbólgu.
Þýskaland, stærsta efnahagskerfi Evrópu, er komið í efnahagslega lægð. Olafs Scholz kanslari tikynnti á dögunum að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að létta byrðum af atvinnulífinu og draga úr skrifræði.