Farþegavél flogið án farangurs

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Engar ferðatöskur reyndust vera í farþegaflugvél frá Zurich til Spánar í gærkvöldi án vitundar farþeganna. 

Farþegarnir biðu við farangursbeltið á flugvellinum í Bilbao í meira en tvær klukkustundir. 

Kavin Ampalam, talsmaður Swiss airlines, staðfesti að vélin hafi farið í loftið með 111 farþegum en engum ferðatöskum. 

„Það var skortur á starfsfólki á jörðu niðri,“ sagði hann við AFP-fréttaveituna og bætti við að áhöfnin hafi beðið með að fara í loftið þar til ástandið var komið í lag. 

En eftir „eina klukkustund og 16 mínútur hafði staðan ekki breyst og því var ákveðið að fljúga til Bilbao án farangursins“. 

Ampalam sagði að vélin hafi þurft að ferja farþega frá Bilbao aftur til Zurich áður en flugvöllurinn þar lokaði. 

„Við skiljum að ástandið er ekki ákjósanlegt fyrir þá sem eiga hlut að máli, og auðvitað sjáum við eftir óþægindunum.“

Flugmaðurinn baðst afsökunar á seinkun flugsins og sagði „skort á hæfu starfsfólki“ vera ástæðuna en nefndi ekkert um farangurinn. Farþegar biðu því í meira en tvær klukkustundir eftir farangrinum á flugvellinum í Bilbao.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert