Hitabylgja á Spáni slær met

Hitinn skreið yfir 38 gráður í Sevilla í dag.
Hitinn skreið yfir 38 gráður í Sevilla í dag. AFP

Það hefur verið hitabylgja á Spáni síðustu daga og aldrei hefur mælst hærri hiti á nokkrum stöðum í landinu í október.

Hitametið í október féll á föstudaginn en þá mældist hitinn 38,2 gráður í suðurhluta bæjarins Montoro sem er nálægt Cordoba. Fyrra hitametið í október var sett árið 2014 en þá fór hitinn í 37,5 stig í suðurhluta Marbella.

„Þann 1. október náði hitinn sögulegu hámarki á þessum árstíma á nánast öllum Íberíuskaganum,“ segir í tilkynningu frá spænsku veðurstofunni en næstum 40% veðurstöðva í landinu mældu hitastigið 32 gráður eða meira.

Í dag mældist hæsti hitinn í Sevilla 38,1 gráða en gert er ráð fyrir hitabylgjan vari í allt að tíu daga til viðbótar.

Sérfræðingar segja að endurteknar hitabylgjur, sem hafa verið að lengjast og eru ákafari, séu afleiðingar loftlagsbreytinga. Íberíuskaginn ber hitann og þungann af loftlagsbreytingum í Evrópu þar sem þurrkar og skógareldar verða sífellt algengari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert