Segir Ísrael hafa fullan rétt til að verja sig

Selenskí segir afstöðu Úkraínu skýra.
Selenskí segir afstöðu Úkraínu skýra. AFP/Juan Medina

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, lýsti yfir eindregnum stuðningi við Ísraela í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X.

„Í dag varð heimurinn vitni að hræðilegum myndskeiðum frá Ísrael. Hryðjuverkamenn að niðurlægja konur og menn, taka jafnvel aldraða í gíslinu, og sýna enga miskunn. Þegar við stöndum frammi fyrir slíkum hryðjuverkum verða allir þeir sem virða líf fólks að standa saman,“ segir í færslu Selenskís, og vísar hann þá til hryðjuverka Hamas-samtakanna.

Hafa skilning á ástandinu

Hann segir úkraínsku þjóðina hafa sérstakan skilning á því ástandi sem nú ríki í Ísrael. „Þúsundir flugskeyta á ísraelskum himni... Fólk myrt á götum úti.. Skotið á bíla óbreyttra borgara... Fólk sem hefur verið tekið í gíslingu niðurlægt.“

Hann segir afstöðu Úkraínumanna skýra: Hver sá sem veldur hryðjuverkum og dauða verður dreginn til ábyrgðar. 

Þá ítrekaði forsetinn að hann teldi Ísraela hafa fullan rétt á því að verja sjálft sig gegn hryðjuverkum, rétt eins og hvert annað ríki.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert