Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, lýsti yfir eindregnum stuðningi við Ísraela í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X.
„Í dag varð heimurinn vitni að hræðilegum myndskeiðum frá Ísrael. Hryðjuverkamenn að niðurlægja konur og menn, taka jafnvel aldraða í gíslinu, og sýna enga miskunn. Þegar við stöndum frammi fyrir slíkum hryðjuverkum verða allir þeir sem virða líf fólks að standa saman,“ segir í færslu Selenskís, og vísar hann þá til hryðjuverka Hamas-samtakanna.
Hann segir úkraínsku þjóðina hafa sérstakan skilning á því ástandi sem nú ríki í Ísrael. „Þúsundir flugskeyta á ísraelskum himni... Fólk myrt á götum úti.. Skotið á bíla óbreyttra borgara... Fólk sem hefur verið tekið í gíslingu niðurlægt.“
Hann segir afstöðu Úkraínumanna skýra: Hver sá sem veldur hryðjuverkum og dauða verður dreginn til ábyrgðar.
Þá ítrekaði forsetinn að hann teldi Ísraela hafa fullan rétt á því að verja sjálft sig gegn hryðjuverkum, rétt eins og hvert annað ríki.
Today, the entire world saw horrifying videos from Israel. Terrorists humiliate women and men, detain even the elderly, and show no mercy.
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 7, 2023
In the face of such a terrorist strike, everyone who values life must stand in solidarity.
We in Ukraine have a special feeling about… pic.twitter.com/AnBgVO2X0J